3.4.2008 | 09:59
Sjúkrasaga Kristjáns annað bindi.
græna greinin mín er ekki mjög græn þessa stundina. það fer að styttast í að annað bindi komi út og það veitir ekki á gott. enn í þetta skiptið var vaknað kl hálf 6 á mánudagsmorni og allt var á flegi ferð herbergið snérist í hringi. þetta var frekar óþægilegt. stuttu seinna fékk ég þennan gríðarlega höfuðverk og þá vissi ég í hvað stemdi sem betur fer koma mamma inn í herbergi og ég sagði við hana að það væri eitthvað að fara gerast svo man ég ekki meir þá var klukkan 07:45. þegar klukkan var orðinn ellefu þá vaknaði ég uppúr þessu öllusaman og þá var mér sagt að ég væri komin ínn á sjúkrahús. þá hugsaði ég að þetta hefði skéð aftur. þá var mér sagt að það hefði skéð það sama og í sumar að ég hafi fengið krampakast. svo var maður bara lagður inn. en maður er nú kominn heim núna með strengi í öllum vöðvum líkamans og allveg jafnvægislaus. gaman þegar að maður getur farið að labba aftur án þess að nota góða vinkonu mína hækjuna:)
kveð í bili moppi
Athugasemdir
drengur, drengur.... þú verður að fara að hætta að hræða mann svona... vonandi verður batinn skjótur og góður.... þetta er nottla bara ástand, sko.... en hafðu það sem best félagi..;o)
Döggin (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.